
Um Myndir
Með Myndir geturðu skoðað myndir og myndskeið sem þú
hefur tekið og tekið upp, hlaðið niður af vefnum, fengið send
í margmiðlunarskilaboðum eða tölvupósti, vistað á
minniskorti eða afritað í minni símans af minniskorti eða
annars staðar frá.
Veldu
Valmynd
>
Myndir
og svo úr eftirfarandi:
Tekið myndefni — Skoða allar myndir sem hafa verið teknar
og öll upptekin myndskeið.
Mánuðir — Skoða myndir og myndskeið flokkuð eftir
mánuði myndatöku eða upptöku. Gildir aðeins um myndir
sem eru teknar með tækinu.
Albúm — Skoða sjálfgefin albúm og þau sem þú hefur búið
til.
Merki — Skoða merki sem hafa verið búin til fyrir hvern hlut.
Allt — Skoðaðu allar myndir og myndskeið í tækinu.
Samnýt. á neti — Til að senda myndir eða myndskeið á
vefinn.