Aðgerðir á snertiskjá
Notaðu fingurinn eða skjápenna (ef tiltækur) á snertiskjáinn.
Mikilvægt: Aðeins skal nota skjápenna sem Nokia samþykkir
til notkunar með þessu tæki. Ef annar skjápenni er notaður
getur það ógilt alla ábyrgð á tækinu og skemmt snertiskjáinn.
Forðast skal að rispa snertiskjáinn. Aldrei skal nota penna,
blýant eða aðra oddhvassa hluti til að skrifa á snertiskjáinn.
Smellt og tvísmellt
Til að opna forrit eða annað atriði á snertiskjánum er
venjulega smellt á það með fingrinum. Til að opna
eftirfarandi hluti verður hins vegar að tvísmella á þá.
•
Flokkaðu hluti í forriti, svo sem möppuna Drög í
Skilaboða-forritinu.
•
Skrár á skráarlista, til dæmis mynd í möppunni Teknar
myndir í Mynda-forritinu.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
19
Ábending: Þegar þú opnar listaskjá er fyrsti hluturinn
þegar auðkenndur. Auðkenndi hluturinn er opnaður með
því að smella einu sinni á hann.
Ef þú smellir einu sinni á skrá eða svipaðan hlut opnast
hann ekki heldur verður hann auðkenndur. Til að sjá
tiltæka valkosti fyrir hlutinn skaltu velja
Valkostir
eða
velja tákn af tækjastiku ef það er í boði.
Veldu
Í þessum notendaleiðbeiningum "velurðu" forrit eða atriði
með því að smella á þau einu sinni eða tvisvar.
Dæmi: Tl að velja
Valkostir
>
Hjálp
smellirðu á
Valkostir
,
og síðan
Hjálp
.
Draga
Til að draga seturðu fingurinn á skjáinn og rennir honum yfir
skjáinn.
Dæmi: Til að fletta upp eða niður á vefsíðu dregurðu síðuna
með fingrinum.
Strjúka
Til að strjúka rennirðu fingrinum hratt til vinstri eða hægri á
skjánum.
Sveifla
Til að sveifla seturðu fingurinn á skjáinn, rennir honum hratt
yfir skjáinn og lyftir honum svo skyndilega. Flett er áfram í
efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja
hlut af flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á
hlutinn. Hægt er að nota sveiflu í tónlistarspilara tækisins.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
20
Fletta
Til að fletta upp eða niður í listum með flettistiku dregurðu
til stikuna á flettistikunni.
Á sumum listaskjám geturðu sett fingurinn á atriði á listanum
og dregið upp eða niður.
Ábending: Til að skoða stutta lýsingu á tákni seturðu
fingurinn á táknið. Ekki eru til lýsingar á öllum táknum.
Baklýsing snertiskjás
Til að kveikja aftur á baklýsingu skjásins opnarðu skjáinn og
takkana og, ef það er nauðsynlegt, og ýtir á
valmyndartakkann.