SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Farðu nákvæmlega eftir leiðbeiningunum til að skemma ekki
bakhliðina.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
14
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en
rafhlaðan er fjarlægð.
1 Fjarlægðu bakhliðina með því að lyfta henni frá neðri
enda tækisins.
2 Ef rafhlaðan er í tækinu er hún fjarlægð með því að lyfta
henni í áttina sem örin vísar.
3 Dragðu festingu SIM-kortsins út og settu SIM-kortið í.
Gættu þess að gyllti snertiflöturinn á kortinu vísi niður og
að skáhorn kortsins snúi að skáhorni festingarinnar. Ýttu
festingu SIM-kortsins aftur inn.
4 Tryggðu að rafskaut rafhlöðunnar snerti samsvarandi
tengi í rafhlöðuhólfinu og settu rafhlöðuna inn í þá átt
sem örin sýnir.
5 Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efstu
læsihökunum að raufunum og ýta henni niður þar til hún
smellur á sinn stað.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
15