Aukabúnaður
Viðvörun:
Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukabúnað sem Nokia hefur samþykkt til nota
með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki
fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta. Sérstaklega getur notkun ósamþykktra
rafhlaða eða hleðslutækja valdið eldhættu, sprengingu, leka eða haft aðra áhættu í för
með sér.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlegan aukabúnað sem samþykktir eru til
notkunar. Þegar aukabúnaður er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.